Við sögðum frá því fyrr í vikunni að næsta helgi er laus í Búðardalsá á Skarðströnd. Veiði hófst fyrir um viku síðan en fyrstu hollið náði átta löxum. Myndin hérna meðfylgjandi var tekin í því holli. Hún sýnir laxatorfu í einum af neðri hyljum árinnar. Þeir sem opnuðu þetta sumarið hafa opnað Búðardalsá síðustu árin. Þeir höfðu það á orði að magnið af fiski sem komin er í ána, nú í upphafi vertíðar, minni á metsumarið 2008.
Helgin er ennþá laus – hægt er að taka 2 eða 3 daga. Þrír dagar: frá hádegi á föstudegi til hádegis á mánudegi. Tveir dagar: Frá hádegi á laugardegi til hádegis á mánudegi. -Sjá nánar undir laus Veiðileyfi.
Sendið póst á [email protected] eða hringið í síma 897 3443 fyrir frekari upplýsingar.