Nú eru margir veiðimenn komnir með hugann við fyrsta apríl, en þá hefst veiðivertíðin formlega. Stór hluti undirbúningsins er að yfirfara veiðidótið og fyrir fluguveiðimennina, þá eru fluguboxin einna mikilvægust. Það þarf að kanna hvort að öll nauðsynleg vopn séu í boxunum. Júlli í Flugukofanum í Keflavik hefur einnig verið á fullu við að yfirfara og fylla á flugubarinn í kofanum og mikið af þeim flugum sem veiðimenn sækja í eru flugur sem Júlli sjálfur hnýtir.

Búkollan er ein af flugum Júlla. Hún gaf gríðarlega vel í Brúará og fleiri silungsveiðiám í fyrra og nú er hann komin með hana í fleiri lita útfærslum. Búkur Búkollunnar er búinn til úr efni sem heitir Uniflex. Við mælum sterklega með þessum flugum. Júlli er að selja Búkollubox, 10 Búkollur + boxið á kr. 2.990. Fyrir áhugasama þá er hægt að senda póst á [email protected] og panta box hjá júlla.

Kíkið á flugurnar hér að neðan.

{gallery}bukolla{/gallery}

[email protected]