Við vorum að fá inná vefinn lausan dag í Baugstaðaós – Um er að ræða laugardaginn 15. júní. Heimilt er að mæta kl. 20:00 að kvöldi fyrir skráðan veiðidag, þ.e. á föstudaginn, og veiða til kl. 20:00 á laugardaginn. Veitt er á 2 stangir. Verð fyrir daginn er kr. 25.000. Innifalið í því eru 2 stangir og hús. Áhugasamir sendi póst á [email protected] eða hringi í síma 897 3443.
Um svæðið:
Baugsstaðaós er skammt austan Stokkseyrar. Í hann falla Hróarsholtslækur og Baugsstaðaá en hún rennur úr Skipavatni. Veiðimörk eru við útfallið úr vatninu. Fiskur gengur bæði um ósinn í Hróarsholtslæk (Vola) og Baugsstaðaá. Ósinn er gott og vinsælt veiðisvæði fyrir góða sjóbirtingsveiði en þarna er þó einnig hægt að setja í lax og sjóbleikjan gerir stundum vart við sig. Frá 1. júní til 9. október má veiða á flugu, maðk og spón.
Veiðihús fylgir svæðinu og stendur það á lækjarbakkanum að austanverðu, rétt við veginn. Í húsinu er svefnaðstaða fyrir 4–6 manns, rennandi vatn, wc, raflýsing (sólarrafhl.), gashitun, gashellur o.fl.
Veiðimenn skulu rýma húsið fyrir kl. 19.00 að kvöldi brottfarardags til að gefa þeim sem á eftir koma kost á að koma sér fyrir áður en veiði hefst kl. 20.00. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja rusl.