Laxveiðitímabilið fer vel af stað. Mest hefur borið á fréttum úr Norðurá í dag, enda byrjaði veiðin með látum í ánni. Ellefu laxar komu á land á fyrstu vakt sumarsins, allt tveggja ára fiskar. Veit þetta á gott í ánni í sumar.
Blanda opnaði einnig í morgun og var veiði þar einnig með miklum ágætum. Sjö laxar komu á land fyrir hádegi, þar á meðal þessi 13 punda, 83 cm hrygna sem kom uppúr Damminum í morgun.
Við munum áfram fylgjast með gangi mála í helstu laxveiðiám landsins.