Efri-Haukadalsá í Dalabyggð var boðin út í haust. Nokkur tilboð bárust, þar á meðal a.m.k. 2 sem voru yfir fyrra leiguverði. Gengið var til samningaviðræðna við þann sem bauð hæst, Fiská ehf. Þær „viðræður“ enduðu án niðurstöðu, nú fyrir nokkrum dögum og því er áin aftur komin í útboð. Eins og segir í tilkynningunni: „Veiðifélag Efri-Haukadalsár óskar eftir tilboðum í veiði á starfssvæði félagsins frá og með sumrinu 2014. Tilboðsfrestur er til 28. mars nk. – Upplýsingar veitir formaður félagsins, Jóel Bæring Jónsson í síma 694-4433 eða um póstfangið [email protected] .“