Það er eitt laust holl eftir á ósasvæði Laxá á Ásum fyrri hluta sumars. Svæðið hefur slegið í gegn hjá nær öllum sem hafa kíkt þangað. Veiðin hefur verið fín undanfarið og flestir sem veitt hafa þar í sumar hafa nú þegar bókað aftur að ári. Betri meðmæli er erfitt að finna. Dagarnir sem eru lausir eru 24-26. júní, kannski bestur dagar sumarsins. Hægt er að taka annan daginn eða báða. 24 júní er jónsmessustraumur og alveg ljóst að pakkað verður í ósnum af fiski.
Veiðimenn sem hafa verið í ósnum að undanförnu segja að nóg sé af bleikju í ósnum en mikið af henni er á bilinu 2-3,5 pund. Einnig hafa verið að veiðast vænir birtingar. Allur fiskur sem er á leið í Vatnsdalsá, Laxá Á Ásum og Fremri Laxá. Nú er laxinn byrjaðu að ganga í árnar og tímaspursmál hvenær fyrsta laxinum verður landað á ósasvæðinu.
Fyrir áhugasama er um að gera að senda póst á [email protected] eða hringja í síma 897 3443.