Veiði hófst í Elliðavatni í gær, sumardaginn fyrsta. SVFR selur veiðileyfi í vatnið. Góður hópur veiðimanna hóf veiði árla dags í gær. Morguninn var frekar kaldur og vatnshiti lágur. Þegar sól hækkaði á lofti og vatnshiti hækkaði, tók fiskurinn við sér og náðu veiðimenn ágætis veiði miðað við árstíma.
Elliðavatnið er heimavöllur margra veiðimanna, enda er það í túnjaðri borgarinnar, ekki langt að fara og veiðileyfi ekki dýr. Dagurinn kostar kr. 1.200 og hægt er að kaupa sumarkort sem kostar kr. 13.500.
Vatnið er gott æfingasvæði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguveiði, þó svo að til að ná árangri í vatninu þurfa menn að stunda það vel og nýta sér reynslu annarra.
Gleðilegt sumar.
Mynd fengin af láni af vef www.svfr.is