Gufuá hefur svo sannarlega blómstrað í því vatni sem verið hefur í henni nú í sumar. Þó svo að allir dagar hafi nú ekki verið metdagar, þá hafa all margir dagar komð þar sem veiði hefur verið með albesta móti. Tveir þessara fínu daga voru 17. og 18. júlí en þá lentu veiðimenn sem þá voru veið veiðar, svo sannarlega í ævintýri.
Þessa tvo daga náðu þeir 35 löxum sem veiddust víðsvegar um ána. 22 komu fyrri daginn og 13 seinni daginn. Um helmingur þessara laxa fékk að fara aftur í ána. Gufuá er á góðri leið í metsumar. Fyrir all nokkrum dögum fór hún yfir veiði síðasta sumars og stefnir nú í metveiði.
Nokkrir dagar eru lausir um miðjan ágúst og svo þegar líður að hausti. Sjá hér.
Hér eru nokkrar myndir frá Gufuá í sumar.
{gallery}gufua2{/gallery}