Enn veiðast stórir urriðar á Þingvöllum. Við rákumst á þessa frétt inná vef Veiðikortsins: „Það er búið að vera frábært urriðaveiði á Þingvöllum það sem af er sumri. Ásgeir Þór Kristinsson fór ásamt félögum sínum í Þingvallavatn fyrir landi Ölfusvatns sl. fimmtudag og föstudag.
Þeir lentu í ævintýralegri veiði og fengu 22 urriða á flugu. Tólf fiskar komu á land á fimmtudeginum og tíu fiskar á föstudeginum. Flestir voru fiskarnir 1,5-4 pund en tveir voru 5 pund og einn 83 cm sem er það sem við köllum risaurriði og klárlega metfiskur veiðimanns!“

Hér að framan er Ásgeir Þór með stórurriðann sem hann veiddi á flugu. Sjá nánar inni á Veiðikortinu, þar á meðal nokkrar myndir.

[email protected]