Samkvæmt frétt í Sunnlenska í dag þá er samningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps við Veiðifélagið Hreggnasa ehf um veiði í Fossá og Rauðá, fallin úr gildi vegna vanefnda. Skv. oddvita hreppsins, þá hefur félagið ekki staðið skil á greiðslum til sveitarfélagsins.
Á fundi sveitarstjórnar nú á þriðjudaginn, var samþykkt samhljóða að bjóða út veiði í Fossá og Rauðá, að nýju.
Hreggnasi bauð hæst í veiðiréttin eftir útboð í byrjun árs 2013. Sjá hér. Um 170 laxar veiddust á svæðinu í sumar og töluvert af urriða.
Ath. Sættir náðust á milli Hreggnasa og Leigusala og er Hreggnasi áfram leigutaki Fossá og Rauár.