Það er einmitt á þessum tíma árs sem fyrstu fregnir berast að komu laxins í árnar. Sumarið í sumar hefur óvenju mikla þýðingu fyrir marga sem hafa atvinnu af veiðimennsku og leggja menn vel við hlustir þegar fréttir berast af laxi í ám í maí. Slík frétt barst í dag.
Það var Bubbi Morthens sem sá til 8-9 punda lax í rennunni, neðst í Laxfossi í Laxá í Kjós. Sjá nánar inná V&V.