Nú er lokaspretturinn í Eyjafjarðará hafinn. Búið er að loka fyrir veiði á svæðum fjögur og fimm en veitt er á svæðum eitt til þrjú til 30. september. Veiði á svæðum fjögur og fimm gekk almennt vel, en ennþá eru einhverjar veiðiskýrslur útistandandi.

 

Veiði á svæðum eitt til þrjú hefur einnig gengið vel en eins og undanfarin ár þá hefur töluvert verið um vannýtta daga á svæðinu. Nú er tími sjóbirtingsins í ánni og enn er eitthvað um lausar stangir. Við hvetjum þá sem hafa tækifæri til, til að kíkja í ánna enda aðgengi gott og mikil veiðivon. Hægt er að fá upplýsingar um laus veiðileyfi hjá ellingsen á Akureyri.

Hér að ofan er formaður Veiðifélags Eyjafjarðarár, Jón Bergur Arason, með boltableikju sem kom á land í opnun svæðis V fyrr í sumar.