Við rákumst á þessa frétt inni á vef Eyjafjarðarár en veiðin þar hefur verið brokkgeng í sumar. „Það er óhætt að segja að þetta veiðisumar í Eyjafjarðará hafi verið nokkuð sérstakt. Áin var að mestu leiti óveiðandi vegna vatnavaxta og litar fram yfir verslunarmannahelgi. Síðan þá hafa komið nokkur góð skot. Aðallega hefur það verið í birtingnum á neðri svæðunum. Stærstu fiskarnir hingað til eru 79cm á svæði 1 og og nokkrir í kringum 70cm á svæðum 2 og 3.“
Inni á vef Eyjafjarðarár er hægt að kíkja á veiðitölur eftir svæðum. Þar sést að í heildina eru komnir um 250 fiskar á land; 104 bleikjur, 95 sjóbirtingar, 44 urriðar og 3 laxar. Nú fer í hönd besti sjóbirtingstíminn í Eyjafjarðará og nokkuð til af lausum leyfum, á flestum svæðum. Það er um að gera að skella sér, enda leyfin ekki dýr. SJÁ HÉR.