Veiðivertíðinni í Eyjafjarðará er lokið þetta sumarið. Eins og í fyrra, þá voru skilyrði til veiða oft mjög erfið, sérstaklega framan af sumri. Áin var vatnsmikil og skoluð flesta daga, vel fram í júlí. Í fyrsta skipti nú í ár, var boðið uppá vorveiði í Eyjafjarðará. Veitt var á svæðum 0 og 1 frá 25. apríl til 31. maí. Skv. vef Eyjafjarðarár komu samtals 614 fiskar á land. 396 bleikjur, 167 birtingar, 49 urriðar og 2 laxar. Þess má geta að líklega eiga einhverjar veiðiskýrslur eigi eftir að skila sér. Í fyrra voru 593 fiskar skráðir í bækur árinnar.
Það svæði sem skilað mestri veiði nú í sumar var svæði 5 en 102 bleikjur voru skráðar þar. Eins og í fyrra, þá skilaði svæði 2 flestum sjóbirtingum.
Birtingurinn hér á myndinni kom á land á næst síðasta degi vertíðarinnar. Birtingurinn var áætlaður um 12 pund en honum var sleppt að lokinni myndatöku. Veiðimaðurinn er erlendur en náði hann þessum flotta fiski í Munkaþverárhylnum.