Vorveiðin í Eyjafjarðará hófst í dag. Veiðifélag árinnar ákvað að að bjóða uppá vorveiði á svæðum 0 og 1 þetta árið. Veiða.is slóst í för með veiðimönnum sem hófu veiðar á svæði 0 í morgun. Veðrið var gott, hiti um °7 þegar fyrstu köstin voru tekin við Hitaveiturörið, logn og dálítil rigning. Töluvert rigndi á Akureyri í nótt og því var áin nokkuð skoluð. Nánast í fyrsta kasti tók urriði, tæplega 50 cm langur. Honum var sleppt aftur, eins og reglurnar í vorveiðinni kveða á um.

Fiskur fannst víða á svæðinu í morgun, mest þó við hitaveiturörið og við Þverárármótin. Fiskarnir sem náðust voru á bilinu 45-55 cm langir, allt urriðar. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá morgninum. Hér má fá nánari upplýsingar um Eyjafjarðará og vorveiðina. Ekki fréttist af aflabrögðum hjá þeim sem voru á svæði 1

{gallery}eyja2014{/gallery}

[email protected]