Sumarið 2012 var metsumar í Norðfjarðará. Þá veiddust 1.142 bleikjur og 11 laxar. Þriggja til fimm punda bleikjur voru þá ekki óalgengar í aflanum. Veiðin er komin vel af stað nú í sumar og má segja að byrjunin sé sambærileg og í fyrra. 70 bleikjur eru nú komnar á land en flestar þeirra eru teknar á flugu þá einnig sé leyfð veiði á maðk og spún.
Myndirnar hérna eru teknar á sunnudaginn þegar hann Siggi Valla úr Keflavík var við veiðar í ánni. Setti hann í 9 bleikjur og náði 7 þeirra. Tvær fengu að synda aftur útí ána. Viktuðu bleikjurnar frá 1,5 til 4 pund. Fengust þær allar á veiðistað sem ber nafnið Keldan.
Eitthvað örlítið er laust í sumar í þessar sjóbleikjuperlu fyrir austan.
{gallery}siggivalla{/gallery}