Nú eru 16 dagar liðnir af þessari veiðivertíð og mesta spennan liðin hjá, hjá flestum. Við munum reglulega í allt sumar taka stöðuna á veiðinni í Brúará fyrir landi Spóastaða. Opnunardagarnir í ánni hafa líklega aldrei verið jafn góðir og enn eru að berast upplýsingar um veiði þessa fyrstu daga.
Alls eru nú rétt um 70 fiskar fiskar komnir á land á svæðinu. Af þeim eru 67 bleikjur og nokkrir urriðar, þar af tveir flottir sjóbirtingar sem kom á land á opnunardaginn og um helgina.
Það gerist iðulega að veiðimenn gleyma að skrá aflann í veiðibókina. Þá er um að gera að senda okkur línu á [email protected] eða hringja heim á Spóastaði og gefa skýrslu. Eina slíka skýrslu fengum við í dag frá manni sem var við veiðar í fyrstu vikunni, ásamt félaga sínum. Þeir byrjuðu að veiða um 8 leytið í blíðskaparveðri og voru að til kl. 18:00. Samtals fengu þeir 10 bleikjur þennan dag. Allir fiskarnir komu fyrir hádegi niðri við tunnuna á Breiðabakka. Morgnanir geta verið frábærir í Brúará. Stærsta bleikjan var ríflega 3 pund og ein var rétt undir 3 pundum en hinar voru allar um og yfir pundið.
Síðustu daga hefur verið kropp í Brúará en færri veiðimenn hafa verið að veiðum eftir að kólnaði aftur. Í dag voru 2 menn að veiðum og vissum við af 2 bleikjum hjá þeim. Á sunnudaginn komu 4 urriðar á land, þar af einn flottur 5 punda birtingur sem kom á land við Hrafnakletta á orange Nobbler. Hinir fiskarnir voru 1,5-2 pund og fengust þeir við breiðuna á flugu og spún. Dagana þar á undan komu 1 til 2 bleikjur á dag, enda aðstæður mjög erfiðar. Nú bíðum við bara eftir að það fari að vora að alvöru. Er ekki sumardagurinn fyrstu í næstu viku?