Við sögðum ykkur um daginn frá því hvernig fyrstu veiðidagarnir í Vatnamótunum voru. Við höfum líka áður sagt frá því að vorveiðin í Vatnamótunum einskorðast ekki aðallega við fyrstu dagana í apríl, heldur veiðist yfirleitt vel út apríl og fram í maí. Hollin sem hafa verið að veiðum undanfarna daga hafa flest veitt mjög vel. Frost og ís setti hinsvegar strik í reikninginn hjá holli sem var um eða fyrir helgi.
Hollið sem er nú að veiðum var komið með ca. 50 fiska eftir þrjár vaktir í gærkveldi. Þessi flotti birtingur hér til hliðar kom á land í gær. Eins og sést er hann í fínu standi. Veiðmaðurinn og ljósmyndari heitir Stefán Sigurðsson.
Ennþá eru nokkrir lausir dagar í Vatnamótunum nú í lok apríl. Þeir sem eiga enn eftir að ná úr sér veiðihrollinum ættu að kíkja á þá daga. Stangardagurinn er á 13.500 á þessum tíma.
[email protected]