Eftir 2 kalda opnunardaga á þessari veiðivertíð sem víða gerðu veiðimönnum erfitt fyrir, þá hefur hlýnað heldur betur í veðri. Síðustu 2 daga rigndi mikið á suðurlandi, snjór hvarf víða að miklu leyti og margar ár bólgnuðu út. Þessar veðrabreytingar hjálpuðu yfirleitt til, þó í sumum ám hafi skolað vatn gert veiðina meira krefjandi. Hér að neðan eru nokkrir fréttapunktar og myndir frá síðustu dögum. Á myndinni hér til hliðar er Sævar Þór Ásgeirsson með flottan urriða sem tók svartan Nobbler kl. 8 í gærmorgun í Varmá.
Brúará – Nokkrir fínir fiskar hafa komið á land í Brúará frá opnun, bæði urriðar og bleikjur. Hér að neðan má sjá Gunnar Guðjónsson með ca. 2,5 -3 punda urriða sem hann náði niður á Breiðabakka í gær, 4. apríl.
Varmá – Veiðin er áfram góð í Varmá. Mikið af fiski er í ánni, sértaklega á neðri svæðum árinnar. Stöðvarbreiðan er full af fiski en einnig er fiskar víða annar staðar. Þeir sem veiddu hvað mest og best í gær, 4. apríl, voru þeir sem fóru á fáfarnari staði neðarlega í ánni. Þeirra á meðal var Sergio Bjarni Magnússon sem er hér að neðan með 2 bjarta birtinga sem hann náði seinnpartinn í gær fyrir neðan gömlu stíflu.
Vatnamótin – Opnunin í Vatnamótunum var mjög góð. 76 fiskar komu á land frá 5-12 pundum. Stærsti birtingurinn var um 90cm langur.
Eldvatn – Veiðin í Eldvatni hefur hrokkið í gang eftir erfiðann fyrsta veiðidag tímabilsins. Erlendir veiðimenn hafa verið við veiðar í ánni frá opnun. Hér að neðan er torkjel Landås með 86cm birting sem hann náði í fyrradag. Þess má geta að 7-9. apríl eru lausir í Eldvatni.
{gallery}4april{/gallery}
Lítið hefur heyrst af veiði í vötnum í kringum Reykjavík, frá opnun 1. apríl.