Eins og við höfuð áður séð í september þá er þetta tími stórlaxanna í ánnum. Hængarnir eru virkilega viðkvæmir fyrir öllu áreiti og klárir í að stugga við því sem ekki á að vera á heimili þeirra í hylnum.
Þessi hérna kom á land í Fluguhyl í Laxá í Ásum nú um helgina. Arnar Jón Agnarsson einn leigutaka árinnar skrapp í ánna á föstudaginn við annan mann og náðu þeir á skömmum tíma 8 löxum. Sá stærsti, hængurinn á myndinni, mælist rétt um 100 cm. Arnar segist marg oft í sumar hafa reist laxinn eða fengið hann til að elta við leiðsögn í ánni. Höfðinginn var mættur í ánna í júní til að ná sér í gott pláss í hylnum. Að sjálfsögðu fékk hann að fara aftur útí hylinn að lokinni myndatöku.
Sumarið í ásunum hefur verið frekar rólegt. Rúmlega 200 laxar hafa komið á land á stangirnar 2.