Laxá á Refasveit á upptök sín í Laxárdal og er alls um 22 km að lengd. Áin fellur í sjó nokkuð norðan við Blönduós. Meðalveiði áranna 1974 til 2008 var 132 laxar. Síðustu 3 sumur hafa verið metár í ánni en í fyrra veiddust 290 laxar. 2010 veiddust 320 laxar og sumarið 2009 veiddust í ánni 340 laxar.
Við heyrðum af félögum sem voru að klára túr í Refasveitina í dag. Þeir lentu, eins og aðrir sem standa við veiðar þessa dagana, í roki og snjókomu en komu heim með 9 fiska. Sá stærsti var 15 pund og sá minnsti 4 pund. Þeir voru kampakátir með túrin og fiskana 9 þó þeir gátu ekki veitt allar vaktirnar sökum veðurs.Veiðistaðir sem voru m.a. að gefa voru Neðri og efri Rani, Gljúfrabúi, Ármótin og Mánaskál. Þeir sögðu jafnframt að það væri töluvert af fiski í ánni og að nú væru 173 laxar skráðir í bókina í Refasveitinni.
Enn eru um 2 vikur eftir af tímabilinu í Refasveitinni. Sumarið byrjaði mjög vel en þegar leið á júlí dróg mjög úr veiðinni. Nú er að sjá hvort endaspretturinn skili ánni yfir 200 laxa múrinn. Á myndinn hér að ofan eru Ragna Fróðadóttir með einn 14 punda úr Refasveitinni í sumar.