Í fréttablaðinu í dag var auglýst útboð á laxveiði í Flekkudalsá. „Um er að ræða Flekkudalsá, Tunguá og Kjarlaksstaðaá á Fellsströnd Í Dalasýslu, í fögru umhverfi, um 200 km fjarðlægð frá Reykjavík. Veitt er á þrjár stangir í 72 daga á tímabilinu 1. júlí til 10. sept. Eingöngu er veitt á flugu.“

 

Svisslendingurinn Doppler hefur verið leigutaki Flekkudalsár síðustu sumur en hann er nú að hætta með hana. Útboðið sem auglýst er nú nær til árana 2014, 2015 og 2016. Flekkan hefur verið að mörgum talin ein fallegasta veiðiá landsins. Meðalveiði frá 2002-2008 var 242 laxar í Flekkudalsá skv. angling.is. Ekki er þar að finna nýlegri tölur.

Frestur til að skila inn tilboðum í Flekkudalsá rennur út þann 1. júlí og verða tilboðin opnuð þann 6. júlí. Forvitnilegt verður að fylgjast með þessu útboði, ekki síst í ljósi allrar þeirrar umræðu sem nú á sér stað um verð laxveiðileyfa, stöðu laxastofnsins og eftirspurnar innlendra og erlendra veiðimann eftir laxveiðileyfum.

[email protected]