Fljótaá er ein þeirra áa sem hægt er að finna upplýsingar um inná veiða.is. Fljótaá er ekki öllum kunn þó hún hafi sannað sig sem mjög góð laxveiðiá og ekki síður sem frábær bleikjuá. Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum, um 24 km frá Siglufirði. Fljótaá kemur úr Stífluvatni og er nálægt 8 km að lengd. Leigutaki árinnar er Orri Vigfússon.

Veitt er á 4 stangir í Fljótaá og er eingöngu leyfð veiði á flugu. Meðalveiði síðustu 3ja ára er 310 laxar og rúmar 1.500 bleikjur. Ánni er skipt í 4 svæði og veiðir ein stöng á hverju svæði. Veiðisvæðið er um 5 km langt með 65 merktum veiðistöðum.

Fljótaá er ein af þessum spennandi veiðiám sem okkur hér á suðvesturhorni landsins finnst svo óralangt til. Yfirleitt lætur maður nægja að orðna sér við frásagnir annarra af upplifun eins og þeirri að veiða í fyrsta skipti í Fljótaá. En stundum þarf maður bara að forgangsraða rétt og taka af skarið. Inná V&V er hægt að finna eina af þessum frásögnum.
Hér á veiða.is getur þú fundið nokkra daga í Fljótaá. Kíktu á það hér að ofan.