Fljótaá er í Holtshreppi í fljótum, um 24 km frá Siglufirði. Fljótaá kemur úr Stífluvatni og er nálægt 8 km að lengd. Meðalveiði áranna 1974 til 2008 var um 156 laxar og rétt um 2000 bleikjur.

 

Fljótaá er ein af betri bleikjuám landsins þó svo að hún sé einnig ágætis laxveiðiá. Laxveiði í ánni í sumar hefur þó verið undir meðallagi, líkt og við þekkjum víða um land. Þó svo að laxveiðin hafi verið dræm þá hefur Fljótaáin gefið nokkra ansi flotta fiska. Meðal annars þennan 84 cm hæng sem kom á púpu í Bakkahyl nú fyrir skemmstu. Veiðikonan heitir Hulda Orradóttir.

Nú eru á bilinu 80-90 laxar komnir á land í Fljótaá og vel yfir 1.500 bleikjur. Veitt er á 4 stangir í ánni og er eingöngu leyfð veiði á flugu.