Flókan eða Flókadalsá skipar fastan sess í veiðisumri mjög margra enda sleppa fáir holli í ánni, ef þeir einu sinni komast að. Flókan opnaði nú 18. júní, veitt er á 3 stangir og leyfð er veiði bæði á maðk og flugu. Veiðin síðustu ár hefur verið ágæt, á bilinu 475 til 768 laxar.

Fyrsta hollið sem hóf veiði í ánni þann 18. endaði með 5 fiska, 4 laxa og einn silung. Hollið sem kom þar á eftir hætti á hádegi í dag og endaði með 15 laxa og því eru 19 laxar komnir úr ánni. Byrjunin er með betra móti segir Ólöf á Nýja Bæ. Svo virðist sem mikið af fiski sé að ganga í ána og ef rétt reynist, þá lofar það góðu fyrir næstu holl sem koma á eftir.

Við munum hér á veiða.is gægjast reglulega í bókina í Flókunni og því er óhætt fyrir unnendur árinnar að fylgjast með fréttum á veiða.is.