Hliðarvatn í Selvogi opnar með formlegum hætti nú í vikunni. Nú um helgina mættu þeir sem standa að þeim félögum sem fara með veiðirétt í vatninu, til  vinnu við vatnið við að hreinsa og undirbúa sumarið. Gekk sú vinna vel og er allt klárt til að taka við veiðimönnum nú 1. maí. Nokkrir notuðu tækifærið og renndu fyrir bleikju í vatninu þegar mesta vinnutörnin var frá. Þessi bleikja kom m.a. á land. Hún reyndist 50cm og viktaði 3 pund. Veiðimaðurinn heitir Garðar Scheving. Kalt og hvasst var við vatnið um helgina.

Hér er hægt að finna lausa daga við vatnið í sumar hjá Stangaveiðifélaginu Árblik.

[email protected]