Veiðin undanfarna daga hefur verið mjög góð víða um land, sérstaklega á suðurlandi. Nóg virðist enn vera af sjóbirtingi og svo virðist sem hann sé rétt núna byrjaður að þoka sér niður árnar, í átt til sjávar. Eldvatn er dæmi um þetta þar sem líf færðist yfir neðsta svæðið árinnar nú um helgina. Veiðimenn sem hafa skotist í Galtalæk hafa yfirleitt veitt ágætlega og veiðimenn sem voru í Brúará á laugardaginn náðu 14 fiskum, mest bleikju. Flestir fiskarnir komu á land fyrir ofan brú og í Kerlingarvíkinni. Hér á vefnum má finna lausa daga í Brúará, Eldvatni, Vatnamótum og Galtalæk á næstu dögum.
Besta veiðin undanfarna daga hefur þó verið í tungulæk en svo virðist sem lækurinn sé enn fullur af fiski. Þessi sjóbirtingur hér að ofan kom einmitt á land í tungulæk nú um helgina.