Flestir veiðimenn, sem á annað borð stunda sportið, eiga sína föstu veiðitúra sem þeir hafa jafnvel farið í svo árum skiptir. Eitthvað virðist þó vera um það nú, eftir að veiðileyfaverð í mörgum ám fór yfir þolmörk, að menn séu að sleppa gömlu góðu hollunum og séu farnir að leita á ný mið. Við viljum að því tilefni koma með hugmynd að góðu veiðisumri fyrir hvern þann sem vill prófa eitthvað nýtt eða fara á gamlar slóðir.

 

Veiðitímabilið hefst þann 1. apríl eins og allir vita. Þá opna mörg ársvæði og all nokkur vötn

Fyrsti veiðitúr ársins gæti annað hvort verið í Brúaránna eða Minnivallalæk – Margir veiðimenn leggja leið sína í Brúará í upphafi vertíðar, ekki síst til að ná úr sér hrollinum. Ekki fara nú miklar sögur af stórveiði í upphafi apríl en ein og ein bleikja næst þó alltaf á land. Um 3.000 kr. kostar í Brúará. Minnivallalækur geymir mikið af stórum og flottum urriðum. Apríl tíminn hefur oft verið mjög vinsæll enda margar sögur til af góðri veiði í læknum á þeim tíma. Stangirnar 4 eru seldar saman og aðbúnaður í húsinu við Minnivallalæk er mjög góður. Stangardagurinn í apríl  og fram í júní er á 19.800 kr.

Í mai og byrjun júní er upplagt að skella sér í Hlíðarvatn eða/og á ósasvæði Laxá á ÁsumHlíðarvatnið er mjög vinsælt í mai en það opnar 1. þess mánaðar. Oft er hægt að gera mjög góða veiði á þeim tíma, þegar lífríkið er að fara af stað í vatninu. Stangardagurinn í vatnið er á 4-5.000 kr. Ósasvæði Laxá á Ásum sló í gegn í fyrra en þá var svæðið fyrst veitt með stöng með skipulegum hætti. Mikið af bleikju og sjóbirtingi gengur um ósinn en hann er sameiginlegur ós Laxá á Ásum og Vatnsdalsár. Þegar kemur fram í júní má svo eiga von á því að setja í lax á göngu sinni uppí árnar. Stangardagurinn á ósasvæðið er á kr. 17.000.

Í júlí er hægt að skella sér á flotta daga í Jöklu og Fögruhlíðará – Fyrri hluti júlí var mjög flottur síðasta sumar í Jöklu. Á land komu nokkrir eftirminnilegir drekar. Erfitt er að finna góða laxveiði á jafn hagstæðu verði. Stangardagurinn er á 29.800 kr. á þessum tíma. 

Veiðikortið -Yfir allt tímabilið er svo upplagt að nýta sér Veiðikortið en hægt er að veiða í 35 veiðivötnum útum allt land, ef veiðikortið er keypt. Dæmi um vötn í veiðikortinu eru Elliðavatn, Þingvallavatn, Hópið, Kleifarvatn og Haukadalsvatn. Nánari upplýsingar um vötnin má finna hér. Veiðikortið kostar kr. 5.750 fyrir þá sem eru skráðir á póstlista veiða.is.

Þegar halla fer að hausti er um að gera að skella sér í laxinn í Laxá á Refsveit – Laxá á Refasveit er 2ja til 3ja stanga laxveiðiá sem fellur til sjávar rétt norðan vð Blönduós. Leyfilegt agn er fluga og maðkur.

Ef það er einhver sem ekki er búinn að fá nóg af veiði í byrjun september, þá er um að gera að leita til okkar hjá veiða.is og við finnum einhverjar skemmtilega sjóbirtingsveiði til að enda tímabilið á.

Hér að framan er bara ein lítil hugmynd að flottu veiðisumri. Fyrir alla fjölskylduna er upplagt að kíkja saman í þingvallavatn eða Hlíðarvatn en einnig getur veirð gaman að kíkja á ósasvæði Ásanna og leyfa krökkunum og fara í eina langa fjöruferð.
[email protected]