Hér fyrr í vetur settum við fram smá tillögu/hugmynd að góðu veiðisumri. Settum við þar inn nokkra áhugaverða áfangastaði fyrir bæði veiðimanninn í fjölskyldunni og fjölskylduna alla. Hér kemur hugmynd númer tvö.
Veiðkortið – Með Veiðikortið uppá vasann er hægt að byrja veiðitímabilið nánast hvenær sem er. Upplagt er að kíkja í Meðalfellsvatn eða Elliðavatn þegar það opnar á sumardaginn fyrsta. Í sumar er svo hægt að kíkja, kvöld og kvöld, í þau vötn sem eru næst þér. Ef þú ert hér á suð-vestur horninu þá er upplagt fyrir þig að setja þér það markmið að kíkja eins og fimm sinnum í Þingvallavatn í sumar. Það tekur smá tíma að læra á Þingvallavatnið eins og önnur veiðisvæði. Veiðikortið kostar kr. 5.750 ef þú ert á póstlista veiða.is
Brúará – Vorið er flottur tími í Brúará. Veiðin byrjaði vel í ánni þetta vorið. Tilvalið er að kíkja í Brúará helgina 4-5. maí. Þá er sumarið alveg að koma og bleikjan að nálgast sitt besta form. Verð kr. 2.700 – 3.300.
Hlíðarvatn – Hingað er upplagt að fara með alla fjölskylduna í sumar. Hvort sem fundin er helgi eða virkur dagur þá er hægt að gera smá ævintýri fyrir alla fjölskylduna úr veiðitúrnum. Veiðihús fylgir með hverjum seldum degi. Mætt er í húsið kl. 8 kvöldið fyrir veiðidag og heimilt er að hefja veiði þá þegar. Engin tímamörk eru á veiðinni og má því veiða langt fram á nótt, ef aðstæður leyfa. Leyfi fyrir 2 stangir fylgja hverjum bókuðum degi. Verð pr . dag kr. 10-12 þús.
Gufuá – Gufuá er ódýr laxveiðiá. Verð veiðleyfa lækkaði á milli ára til að koma til móts við veiðimenn. Upplagt er að skella sér í Gufuá í byrjun júlí, t.d. 10-11. júlí. Á þessum tíma er von á mjög góðri veiði í ánni. Stærstu göngur sumarsins mæta iðulega á þessum tíma. Verð pr. stöng kr. 15-20 þús.
Þverá í Haukadal – Fyrir þá sem þurfa á hverju sumri að fá tækifæri til að skella bakpokanum á bakið og kanna spennandi veiðislóðir á tveimur jafn fljótum, einir eða í samfloti við aðra, þá er Þverá í Haukadal frábær kostur. 19. júlí er laus og kostar dagurinn kr. 60 þúsund en innifalið er veiðileyfi fyrir tvær stangir. Kíkið nánar á þessa flottu Laxveiðiá.
Ósasvæði Laxá á Ásum – Ósasvæðið er stórskemmtilegt svæði. Veiðivon er góð allt sumarið og gaman er að kíkja með alla fjölskylduna. Upplagt er að kíkja á svæðið í lok júlí eða byrjun ágúst. Verð pr. stöng er kr. 10-17 þús.
Laxá og Brúará í Fljótshverfi – Laxá og Brúará er flott sjóbirtingssvæði austan við Klaustur. Hægt er að gera flotta veiði á svæðinu og birtingurinn getur verið vænn. Tvær stangir eru seldar saman. Verð fyrir báðar stangir í einn dag er kr. 30- 50 þús.
Nú er bara að setjast niður og plana veiðisumarið. Hér inni á veiða.is er hægt að nálgast upplýsingar um miklu fleiri veiðisvæði og hægt er að senda póst á [email protected] ef óskað er aðstoðar við að plana sumarið.