Hérna inni á veiða.is má finna Veiðibúðina sem þú ert að leita af – Hér finnur þú örugglega vöruna sem þú ert að leita af. Bæði eru hérna ýmsar vörur sem veiða.is er frumseljandi af en einnig vörur frá okkar samstarfsaðilum. Kikið hingað.

Já, þær eru margar jólagjafirnar sem koma til greina nú um þessi jól, eins og önnur. Fyrir veiðimanninn er reyndar fátt sem gleður meira en góð veiðijólagjöf. Úrvalið er mikið og margar auglýsingar sem snerta augu okkar veiðimanna þessa dagana. Hér eru nokkrar hugmyndir að góðri gjöf. 

 

 

 

Árvík.is

Hjá Árvík.is er hægt að fá ýmislegt fyrir veiðimanninn. Meðal annars þetta hér:
Flow fluguhjól fyrir línu 5/6. – Titanium. Fallegt og vandað hjól frá Wychwood. Hjólið var valið Best New Fly Reel á EFTTEX sýningunni á Spáni á árinu 2011. Hjólið kom á markað 2012. Hjólið er 158 grömm, það er úr áli með diskahemli. Hægt er að kaupa aukaspólu. Sjá nánar hér.
 

Truefly fluguveiðihjól. – Truefly fluguveiðihjólin eru hönnuð af Paul Richardson hjá Wychwood en hann er lesendum Total Flyfisher að góðu kunnur. Trufly hjólin eru ,,large arbor“ hjól. Slík hjól eru meiri að þvermáli sem auðveldar að spóla línuna hratt inn. Hjólin voru valin bestu nýju fluguveiðihjólin á evrópsku veiðivörusýningunni EFTTEX 2009. Hjólin eru sérlega vönduð hönnun. Þau koma í fallegri harðri tösku með tveimur aukaspólum. Þau eru falleg gjöf. Sjá nánar hér.

Catch veiðigleraugu.  Flott Veiðigleraugu frá Árvík.is – Þrenns konar linsur. Einnig til fyrir sjóngler. Hentar einnig í golfið, skotveiðina, aksturinn og hvað eina annað. Kíkið á þau.

 

Flugukofinn.is

Flugukofinn í Keflavík er lítil heimilisleg veiðibúð sem hefur einbeitt sér að mestu að Flugum og Fluguhnýtingum þó svo að búðin bjóði uppá allt sem hver veiðimaður þarf á að halda. Þetta getur þú m.a. fengið í Flugukofanum:

Fluguhnýtingasett fyrir byrjendur. – Flott fluguhnýtingasett fyrir byrjendur. Það inniheldur allt sem byrjandi þarf á að halda til að hnýta sínar fyrstu silungaflugur; Efni, verkfæri og væsinn sjálfan. Aðeins Kr . 7.900. Að auki fylgja 2 dagar í Seltjörn til að prófa nýju flugurnar. Þú finnur vart veglegri startpakka en þennan. Sendið póst á [email protected] eða hringið í síma 775 3400.

 

Hrygnan.is

Hrygnan Veiðibúð er verslun í Síðumúla 37 sem sérhæfir sig í vörum fyrir stangveiði, bæði á sjó og landi. Hrygnan er með umboð á Íslandi fyrir hinar frábæru Vision vörur. – Allir þeir sem versla hjá Hrygnunni fyrir jól komast í pott sem dregið verður úr þann 23. des. Í vinning er glæsileg fluguveiðistöng. Sjá hér. Hér að neðan sjáum við dæmi um góðar jólagjafir frá Hrygnunni:

Gjafakort frá Hrygnunni. – Tilvalin jólagjöf handa veiðimanninum eða konunni í fjölskyldunni: Fram að jólum er 30% afsláttur af Gjafabréfum hjá Hrygnunni. 10.000 kr. gjafabréf kosta 7.000 kr. og 5.000 kr. gjafabréf kosta 3.500 kr.

Keeper veiðisett frá VISION. – Jakki, vöðlur og vöðluskór 49.900kr, á meðan að birgðir endast.

 

 

Veiðiflugan.is

Veiðiflugan.is er vefverslun Veiðiflugunnar sem staðsett er á Reyðarfirði. Í búðinni er hægt að fá allt sem viðkemur veiði, á góðu verði. Einnig er verslunin söluaðili veiðileyfa í hina frábæru veiðiá, Norðfjarðará. Kíkið á búðina hérna.

Tilvalin aukajólagjöf handa veiðimanninum. – Hvernig væri að skella nokkrum flottum spúnum í aukapakka handa veiðimanninum. Það þarf ekki alltaf að vera dýrt og mikið og það er alveg öruggt að það þarf að bæta í boxin eftir veiðafæraafföll sumarsins. Kíkið á úrvalið inná Veiðiflugunni, www.veidiflugan.is.

 

Það er nú kannski ekki svo að við veiðimen séum að fara að kaupa jólagjafir handa okkur sjálfum. Því er um að gera að nota hvert tækifæri sem gefst til að koma góðum hugmyndum á framfæri við rétta aðila.
[email protected]