Hér inni á veiða.is eru meðal annars laus holl í Ytri Rangá. Ytri Rangá er eins og flestir stangveiðimenn vita, ein albesta laxveiðiá landsins. Veitt er að hámarki með 16 stöngum á laxasvæðinu og yfir sumarið og inní september er fluga eina leyfilega agnið. Við viljum nú vekja athygli á flottum dögum um og eftir miðjan september á tíma þegar allt agn er leyfilegt, fluga, maðkur og spúnn.
Meðal lausra daga í sept er helgin 18-20. sept og 22-24. sept. Verð pr. stangardag á þessum tíma er frá 35-50 þús. og eftir 20. september er ekki lengur gistiskylda í veiðihúsinu. Meðalveiði í Ytri Rangá í vikunni 17-24. sept, ef litið er til síðustu 7 ára, er 354 laxar eða um 50 laxar á dag.