Veiðin hófst í Hörðudalsá 10. júlí. Þá strax fékkst staðfest að bæði laxinn og bleikjan voru mætt í ána því hvor tveggja komu á land þann dag. Níels Olgeirsson umsjónarmaður Hörðudalsár var nú að senda okkur myndir frá ánni frá því í morgun. Ein stöng var í ánni í morgun og veiðin var góð.
Fimm laxar komu á land í morgun, frá 5 og uppí 14 pund. Einnig komu nokkrar bleikjur á land.
Eitthvað er um lausar stangir eftir næstu helgi í ánni en annars hefur salan gengið vel. Sjá nánari upplýsingar hérna.