Nú eru fluguhnýtarar á fullu við að bæta í fluguboxinn. Flestir vilja eiga töluvert magn af sínum uppáhalds flugum en einnig reyna veiðimenn að upphugsa ný leynivopn fyrir veiðitímabilið. Júlli í Flugukofanum í Reykjanesbæ hefur yfirleitt verið vel birgur af nýju og spennandi fluguhnýtingarefni. Fyrir stuttu fékk hann stóra sendingu frá Hareline Dubbin í Bandaríkjunum en í sendingunni var að finna ýmislegt sem líklega er ekki til í mörgum öðrum hnýtingabúðum hér á landi.
Meðal efna sem hann hefur verið að gera smá „tilraunir“ með er Flat Diamond Braid efni. Hann hefur hér að neðan notað það í ýmsum nýjum útgáfum af „Framherja“ flugunni (Suarez). Hér má sjá nokkrar flugur frá Júlla og efnið sem hann var að nota.
{gallery}julli{/gallery}