Flugukofinn í Reykjanesbæ opnar í dag kl. 14:00 nýja og glæsilega veiðiverslun að Hafnargötu 21 í Reykjanesbæ. Júlíus Gunnlaugsson, eigandi Flugukofans, segist gríðarlega ánægður með nýju búðina sem er mikil breyting frá „kofanum“ sem hýsti búðina áður. Síðustu daga hefur Júlli verið að fylla búðina af nýjum flottum veiðivörum. Fyrir áhugasama fluguhnýtara, þá verður meistari Engilbert Jensen á svæðinu í dag og hnýtir nokkrar flugur.
Júlli er þekktur fyrir góða og lipra þjónustu og hvetjum við alla Suðurnesjamenn til að kíkja í nýja Flugukofann, fá sér kaffisopa, hlusta á eina eða tvær veiðisögur og kannski grípa eins og eina jólagjöf handa veiðimanninum í fjölskyldunni.