Vötnin tóku svo sannarlega við sér í vikunni. Veðurblíðan á miðvikudag og fimmtudag var mikil og þó fór lífríkið af stað. Við höfum sagt frá flottri veiði í Hlíðarvatni og einnig sýnt ykkur myndir af boltableikjum í Þingvallavatni. Það var hinsvegar víðar sem veiðimenn voru að gera flotta veiði. Tómas í Veiðiportinu og sonur hans Benjamín Daníel kíktu saman í Laugarvatnið í vikunni.

Við heyrðum í Tómasi og fengum lánaðar nokkrar myndir hjá honum en á Facebook síðu Veiðiportsins segir m.a.: „Við feðgarnir skruppum á Laugarvatn fengum um 20 bleikjur og allt að 6 pund. Litlar svartar púpur voru sterkastar(ekki kúlulausar) því bleikjan var í yfirborðinu. Grannur taumur og á mjög hægu strippi. Frábært veður, næstum logn og 11 gráður. Sonur minn Benjamín Daniel var heldur betur að setja í þær á flugu og flot og sannaðist að sú veiðiaðferð er engu síðri en með flugustöng.“

{gallery}laugarvatn1{/gallery}

Laugarvatn hefur verið í uppáhaldi hjá all mörgum veiðimönnum og er ljóst að þar er hægt að gera frábæra veiði.

[email protected]