Veiði í Hrútafjarðará var erfið í fyrra. Ekki bara vegna þess að vatnið vantaði stóran hluta sumars, heldur einnig vegna þess að laxinn skilaði sér ekki í ánna, fyrr en um haustið. Í sumar eru aðstæður aðrar. Inná vef Strengja segir: „Nú þegar hafa veiðst jafnmargir laxar og allt sumarið í fyrra úr Hrútu eða tæplega 180 laxar. Ef fram fer sem horfir gæti nýtt met orðið í ánni en það eru 642 laxar árið 2009. Vanir Hrútuveiðimenn tala um að þeir hafi aldrei séð svona mikið af laxi í ánni áður. Nánast fiskur um alla á og vatnið frábært og verður spennandi að fylgjast með næstu vikum því ekkert lát er á göngum í ánna.“
Gaman verður að fylgast með hvort þessar spár ganga eftir – hvort þær gera það eða ekki skiptir ekki öllu, veiðimenn skemmta sér greinilega vel í Hrútu þessa dagana. Hér eru nánari upplýsingar um Hrútafjarðará.