Litlaá í Kelduhverfi er bergvatnsá, sem upprunalega átti sér eingöngu upptök í lindum sem heita Brunnar við bæinn Keldunes. Vatnið úr Brunnum er óvenju heitt og blandast kaldara vatni úr Skjálftavatni, þannig er meðalhiti vatnsins í ánni um 12°C. Vaxtahraði fiska í Litluá er mikill undir þessum kringumstæðum og er sjóbirtingsstofn árinnar því einn sá stærsti hér á landi. Auk sjóbirtings og staðbundins urriða veiðist nokkuð magn af sjóbleikju og einnig er von um lax í Litluá. Árið 2004 kom á land stærsti sjóbirtingur landsins, 23 punda ferlíki.
Litlaá opnaði í dag – skv. því sem kemur fram á heimasíðu árinnar þá var veiðin í dag Frábær. Alls komu 93 fiskar á land í dag. Helmingur fiskanna var yfir 50 cm, bleikjur, birtingar og staðbundnir urriðar. Það komu fiskar upp á öllum svæðum sem könnuð voru. Mest kom þá upp á svæði 6 að venju.
Eitthvað er um lausar stangir í apríl í Litluá og hvetjum við alla sem hafa tækifæri til til að ná sér í dag eða daga í ánni.