Veiðin í Hlíðarvatni í Selvogi hefur verið afburðargóð nú í maí og ekki er ólíklegt að heildarveiði sé komin í um helming þess sem hún var í heild sumarið 2015. Mikið hefur veiðst af vænum bleikjum, 50-60cm en uppistaðan er smærri bleikja, í kringum 30cm. Veiðistaðir eins og Skollapollar, botnavík, Hlíðarey og Mosatangi hafa verið að gefa vel. Peacock, Krókurinn, taylorinn og fleiri klassískar bleikjuflugur hafa verið að gefa vel. Ekki eru margir lausir dagar í mai og júní inni á veiða.is en nóg er laust í júlí. Innifalið í verðinu er veiðileyfi fyrir 2 stangir og afnot af húsi veiðifélags Árbliks í einn sólarhring. Sjá verð og lausa daga hérna.