Það var ekki nóg með að veðurblíðan væri að gera útaf við veiðimenn sem stunduðu Þingvallavatn um helgina, heldur var veiðin með eindæmum góð. Að langmestu leyti var um bleikju að ræða og var mál manna að hún væri vænni þetta vorið/sumarið en oft áður. Mest virtist veiðast í kringum Öfugsnáðann nú um helgina. Við heyrðum m.a. af einum veiðimanni sem var mættur að vatninu um kl. 7 í morgun og hætti kl. 15. Hann náði um 40 bleikjum og voru þær flestar á bilinu 1-4 pund. Nú er um að gera að nýta Veiðikortið og skella sér uppá Þingvelli og ekki væri verra að vera með réttu flugurnar í vasanum. Á myndinni hér til hliðar má smá nokkrar fallegar bleikjur sem Ásgeir Ólafsson náði á Þingvöllum á laugardaginn.