Við heyrðum í Þresti Elliða hjá Strengjum og spurðum hann frétta af veiði á silungasvæðum Jöklu og Breiðdalsár. Hann sagði „allt gott að frétta að austan“. Eins og menn vita þá kom vorið seint á austurlandi en nú horfir allt til betri vegar. „Súddi var á ferðinni við Jöklu um helgina og skaust í stutta stund í Fögruhlíðarósinn og náði einni 50 cm bleikju ….

…… svo frétti ég að tveir veiðimenn fengu 21 bleikju í gærmorgun í Breiðdalsá og flestar 2-4 punda, svo bæði virðist vera meira af henni og hún vænni en undanfarin ár þarna fyrir austan.“ – Nú er um að gera að kanna hvað er laust fyrir austan hjá Strengjum og ekki er verra að vera á svæðinu þegar fyrstu laxarnir mæta í árnar.

Við sögðum ykkur í gær frá Grímsá í Skriðdal, ágætri veiðiá fyrir austan sem sjaldan berast veiðifréttir frá. Kannski er að verða breyting á því, því við fengum aðra sendingu frá Arek af myndum og fréttum. Hann kíkti í Grímsá aftur fyrir þremur dögum síðan og var þá að „gæta“ 2 erlenda veiðimenn. Náðu þeir fjórum flottum staðbundnum urriðum, frá 50-62 cm. Öllum var sleppt aftur í ána. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem Arek sendi okkur frá þessum degi. Fyrir þá sem vilja kynnast ánum fyrir austan nánar, er um að gera að senda póst á Arek í [email protected]
{gallery}grimsa3{/gallery}

[email protected]