Ósasvæði Laxá á Ásum er svæði sem er í vefsölunni hér á veiða.is. Svæðið er veitt með tveimur stöngum og leyfilegt agn er fluga. Um svæðið fer allur fiskur sem er á leið um vatnasvæði Laxá á Ásum, Vatnsdalsár og Fremri Laxár. Ósasvæðið opnaði í kringum 20. maí og fyrstu dagana komu um 20 fiskar á land en síðan tók við stíf norðan átt sem getur verið erfið á svæðinu. Síðustu daga hefur veðrið verið að mestu gott og veiðin einnig.

Veiðmenn sem voru við veiðar í byrjun mánaðar sögðu að fullt af fiski hefði verið á svæðinu. Mikið var um grannar tökur, eins og oft er á ósavæðum. Náðu þeir 3 flottum fiskum og misstu nokkra. Þeir eru strax búnir að „bóka“ að ári. Svipaða sögu sögðu þeir sem voru í hollinu á undan; settu þeir í marga fiska, þar af nokkra væna birtinga og staðbundna urriða. Hér að neðan er video frá svæðinu sem tekið var fyrir tveimur dögum.

{avsplayer videoid=109 playerid=1}

Fyrir áhugasama þá er eitt óselt holl á ósasvæðinu fyrripart sumars. Það er frá 24. til 26. júní. Frábær tími. Stórstreymi og ósinn verður væntanlega fullur af fiski.

[email protected]