1. maí er í dag, opnunardagur vatna eins og Þingvallavatns, Úlfljótsvatns, Heiðarvatns og Hlíðarvatns. Fréttir eru farnar að berast úr þeim vötnum sem mest er sótt í. Úr Þingvallavatni heyrist að menn eru að ná einni og einni bleikju en svo berast einnig fréttir af risa urriðum sem eru að koma á land.Ein slík frétt birtist á veiðisíðu mbl.is en þar segir frá veiðimanni sem fékk tvo urriði, 14 og 18 punda, á flugu í morgun. Ekki vildi veiðimaðurinn geta um staðsetningu en sagði þó m.a. að hann hefði ekki verið fyrir landi Þjóðgarðsins. Þegar líður á daginn munu efalaust fleiri fréttir berast af bökkum vatnanna.
Fulltrúar veiða.is verða við Hlíðarvatn í kvöld og munum við birta fréttir þaðan við fyrsta tækifæri.