Selá og Hofsá opnuðu í vikunni af krafti. Selá opnaði þann 22. júní og fyrsta daginn veiddust 8 laxar og að minnsta kosti 7 slitu sig lausa. Þá veiddust 8 laxar í ánni í gær, þar á meðal stærsti lax sumarsins til þessa, 100 cm risi sem kom svo á land á Fossbreiðunni. Veiðimaðurinn heitir Jóhannes Baldursson og tók fiskurinn Sunray Shadow, hnýtta í sérstakri útgáfu Helga Þorsteinssonar.

Hofsá opnaði svo frábærlega í gær, 24. júní og þegar þetta er ritað er ekki vitað hver heildartalan var en Vigús Orrason fékk 8 laxa á sína stöng. Hér inni á veiða.is er hægt að finna lausar stangir í Hofsánni í mánaðarmótahollinu, nú eftir nokkra daga.

Af öðrum fréttum er það m.a. að annar risi kom á land á Núpasvæðinu í Aðaldalnum, 95 cm sem Róbert Haraldsson fékk á Laxatanga. Þá kom fyrsti laxinn í Fljótaá um helgina, 85 cm á veiðisvæði nr. 4.