Ýmsar fréttir hafa borist að undanförnu af veiði og ekki veiði, í vinsælustu apríl vötnunum í kringum Reykjavík. Hér stikklum við á stóru í smá frétta samantekt úr vötnunum.

  • Eftir dræma opnun í Meðalfellsvatni hafa ágætir dagar komið, þar sem veiðimenn hafa náð allt uppí 7 punda urriðum. 

  • Sífellt fleiri gera sér ferð í Gíslholtsvatn en þar hafa veiðimenn einnig náð einu og einu góðu skoti. Hægt er að lesa um Gíslholtsvatn inná veiða.is.
  • Kleifarvatn opnaði fyrir nokkrum dögum en engum sérstökum sögum fer af veiði þar. Líklegt er þó að lífið kvikni þegar sólskinsdögum fjölgar. 
  • Það eru nokkuð margir sem skjótast reglulega í Elliðavatn. Lífið er að fara af stað í vatninu og hafa menn verið að ná árangri víða í vatninu, s.s. á Kríunesinu og á Engjunum. 
  • Alla daga sjást menn reyna fyrir sér í Vífilstaðarvatni og að sögn veiðimanna er töluvert líf. Um leið og lofthiti hækkar fer bleikjan að vaka og þá aukast tökur segja veiðimenn. 
  • Veiðisvæðin Laugarvatn, Apavatn og Hólaá opnuðu öll í apríl. Nokkrir bæjir selja leyfi í vötnin og ána en þeir veiðimenn sem veiða.is hefur haft spurnir af, hafa allir náð að setja í fiska í vor og engin þvi komið tómhentur heim. Ekki er þó víst að það eigi við um alla sem heimótt hafa svæðið að undanförnu. Bæði er Urriði og bleikja í vötnunum. Upplýsingar um veiðisvæðin eru hér á veiða.is

Nú eftir helgi opna svo ýmiss spennandi vötn, s.s. Þingvallavatn, Hlíðarvatn og Heiðarvatn. Veiða.is mun fylgast grannt með aflabrögðum þegar veiðin kemst af stað.