Hvað er svo að frétta af veiðislóðum á þriðja degi jóla? Við ætlum að reyna setja hingað inn undir, fréttir af veiðislóðum frá því í gær og dag.

Veiða.is heyrði í veiðimönnum sem voru í Grímsá í gær en á tímabilinu 1. apríl til 10. maí er sjóbirtingsveiði heimil á 2 stangir í ánni. Kalt var við ánna og vindur en aðstæður að öðru leyti þokkalegar. Töluvert af birtingi var í ánni, þó mest í Langadrætti og Hólmavaðskvörn. Náðu þeir fjórum á land, 3-6 pund og misstu nokkra. Hægt er að skoða upplýsingar um sjóbirtingsveiði í Grímsá hér vinstra megin á síðunni.
 
Aftur kannaði veiða.is stöðuna í Brúará en áin er fastur punktur í tilveru margra veiðimanna á vorin. 1. apríl náðu veiðimenn að landa nokkrum bleikjum í ágætu apríl veðri. Í gær var veiðin dræmari. Einungis 1 eða 2 bleikjur komu á land. Nokkuð kalt var í gærmorgun og svo aftur seinnipartinn, en snjólaust. Nokkuð mikið vatn er í ánni. Veðurhorfur fyrir páskahelgina eru ágætar, °5-8, hægviðri og smá skúrir.
 
Opnunarhollið í Vatnamótunum lauk veiðum í gærkvöldi. Undir kvöld var frostið komið í °6-7 og heldur hráslagalegt yfir að líta. Þrátt fyrir kulda í gær veiddist vel og endað hollið með ca. 75 fiska. Stærsti fiskurinn var áætlaður um 12 pundin. Strax í dag fer að hlýna og rigna og má ætla að þeir sem mæta til veiða eftir hádegi fái ágætis aðstæður.