Við fengum í dag fréttir frá veiðimönnum sem náðu sér í lausan dag hér á veiða.is í Laxá á Ásum. Á 3 til 4 klst í gær náðu þeir í 20 bleikjur og birtinga, að 5 pundum. Mikið líf var á svæðinu og mennirnar alsælir með allt.

Einn dagur er laus á ósasvæðinu áður en veiðinni verður hætt þann 20. júní. Það er 6/7 júní. Eins og veiðimenn vita þá er laxinn tiltölulega snemma á ferðinni þetta sumarið og líklega bara einhverjir klukkutímar þar til hann mætir í Ásana.