Nú hafa veiðitölur úr 3ju viku sumars verið birtar á veidivotn.is. Veiðin hefur tekið vel við sér en í vikunni veiddust 2.269 fiskar í vötnunum og munar þar mest um 960 fiska úr Litlasjó. Meðalþyngd úr Litlasjó var 2,69 pund.
Litlisjór var ekki eina vatnið sem vel veiddist í heldur voru vötn eins Stóra Fossvatn, Snjóölduvatn, Skálavatn, Nýjavatn og Langavatn að gefa vel. Mesta meðalþyngd er í Ónefndavatni, 5,27 pund en meðalþyngdin úr Grænavatni er 4,19 pund. Nú eru samtals komnir 7.907 fiskar úr Veiðivötnum með meðalþyngdina 2,02 pund. Á sama tíma í fyrra voru komnir 7.960 fiskar úr vötnunum. Ef við lítum hinsvegar til veiðitalna ársins 2010 þá var búið að veiða samtals 14.016 fiska á sama tíma það ár.
Sjá nánar inná www.veidivotn.is