Á þeim tíma, rétt fyrir aldamótin síðustu, þegar vefstjóri veiða.is var að hella sér útí fluguveiðina, ollu örlögin því að fyrir valinu, sem fyrsta flugustöng, varð Sage DS2. Níu feta stöng fyrir línu átta. Þessi stöng hefur fylgt mér síðan þá, þó svo að aðrar stangir hafi komið inní líf mitt á síðari árum.

 

Það kom mér á óvart, þegar ég var að fara í mína fyrstu fluguveiðitúra, hvað mér gekk nú óskaplega vel að koma línunni út. Ég sá aðra í kringum mig, jafnvel þá sem lengur höfðu stundað sportið, í meiri vandræðum með sína stöng, (þó svo ég hafi nú ekki endileg veitt meira en þeir). Ég skildi þetta betur síðar þegar ég prófaði aðrar stangir og fór að pæla meira, hvað stöngin og reyndar línan líka, skiptir ótrúlega miklu máli. Stöngina góðu keypti ég í Veiðihorninu á sínum tíma.

En aðeins meira um Sage og fyrirtækið sem á Sage
Það er Far Bank fyrirtækið sem á Sage og reyndar einnig veiðivörumerkin Rio og Redington. Nýlega gerði fyrirtækið breytingar á dreifingu þessara þriggja vörumerkja en meðal markmiða var að straumlínulaga útflutninginn og fækka tengiliðum. Fyrir Ísland fól þessi breyting í sér að Bráð ehf., rekstrarfélag Veiðihornsins varð valin til að dreifa, markaðsetja og sjá um þjónustu þessara þriggja vörumerkja hér á landi. Þess sjá strax merki því nú þegar hafa 3 nýjir söluaðilar á landsbyggðinni tekið þessi merki í sölu. Um er að ræða Veiðivörur á Akureyri, Veiðifluguna á Reyðarfirði og Flugukofann í Keflavík. Einnig hefur Útilíf í Glæsibæ tekið Sage flugustangir í sölu. Auk framangreindra verslana fást Sage flugustangir í Veiðihorninu í Reykjavík og Hafnafirði.

Flest þau merki í flugustöngum sem fást hér á landi eru framleidd í stórum verksmiðjum í Kóreo og Kína. Far Bank fyrirtækið er bandarískt og langmest af þeirra vörum eru framleidd í Bandaríkjunum.
Sage flugustangirnar eru handgerðar á Bainbridge eyju, rétt utan við Seattle í Bandaríkjunum og koma þær allar með lífstíðarábyrgð frá framleiðandanum.

Allar Rio flugulínur eru framleiddar í eigin verksmiðju í Idaho Falls í Bandaríkjunum. Rio framleiðir ekki bara undir nafni Rio heldur eru þeir framleiðendur af flestum flugulínum skandinavísku merkjanna. Hjá Rio býr gríðarleg reynsla og þekking og starfa hjá fyrirtækinu nokkrir færustu flugukastarar samtímans.

Redington er hrattrísandi merki í fluguveiðiheiminum. Frá fyrirtækinu kemur mikið úrval af flugustöngum, hjólum og stangarsettum svo og fatnaður en þar ber hæst saumalausu öndunarvöðlurnar Sonic Pro en Redington var fyrsta merkið með vöðlur á markaðinn gerðar með þessari tækni.

[email protected]