Já, veiðitímabilið er hafið og það er ljóst að veiðimenn hafa ekki látið kuldann stoppa sig, svo nokkru nemur. Á FB síðu Veiðikortsins kemur fram að nokkrir veiðimenn mættu snemma til veiða við Vífilsstaðarvatn, en engar fréttir voru af aflabrögðum. Enn er nokkur ís á vatninu. Sama má segja um Meðalfellsvatn, nokkrir veiðimenn litu þar við í morgun en ísinn takmarkaði nokkur athafnarsvæði veiðimanna. Við minnum alla veiðimenn á að ná sér í Veiðikortið fyrir sumari. Sjá fleiri fréttir hér að neðan,

Veiðimenn sem áttu Spóastaðasvæðið í Brúará í morgun mættu fremur seint að ánni, enda var °8 frost um kl 8 í morgun. Þegar veiða.is hitti þá undir hádegið, voru þeir ný byrjaðir og höfðu ekki orðið var við fisk.

Við heyrðu frá veiðimönnum við Eldvatn – þar við kalt í morgun og strekkings vindur og aðstæður til veiða mjög erfiðar. Einnig heyrðum við frá veiðimanni sem stadddur er við tungulæk en í hádeginu voru rúmlega 20 fiskar komnir á land þrátt fyrir „viðbjóð og brælu“ eins og hann lísti veðrinu.

{gallery}opnun2015{/gallery}

Skv. fréttum frá SVFR, þá voru veiðimenn í Varmá að gera góða hluti. Um 25 vænir fiskar, allt að 10-12 pundum, voru komnir á land e. 3 klst veiði. Mikið af fiski er í ánni.

Við kíktum einnig við, við Laugarvatn og Apavatn. Nokkur ís er ennþá á vötnum og ekki sást til veiðimanna, þó við höfðum haft spurnir af því að einhverjir ætluðu að renna í vötnin.

[email protected]