Eldvatn í Meðallandi opnaði í gær, eins og margar aðrar sjóbirtingsár á suðurlandinu. Veitt er á 5-6 stangir í Eldvatni og eina leyfilega agnið er fluga. Eftir þrjár fyrstu vaktir tímabilsins eru 7 flottir birtingar komnir á land. Þeir eru á bilinu 65 – 87cm langir. Á myndinni hér til hliðar er Karl Antonsson með 87 cm hrygnu sem fékk að fara aftur í ána, eftir smá myndtöku. Veiðimennirnir sem eru við veiðar í Eldvatni sögðu að þeir væru búnir að setja í boltafiska útum alla á, fiskur virtist vera vel dreifður sem veit á gott fyrir næstu daga. Eldvatnið er í sölu hér inni á veiða.is. Hér má finna upplýsingar um lausa daga á næstunni og hér má lesa nánar um Eldvatnið.

 

[email protected]